Unnið allan sólarhringinn á vöktum
Hrognavinnsla stendur sem hæst í vinnslustöð Síldarvinnslunnar í Grindavík og er unnið á vöktum allan sólarhringinn til að hafa undan. Loðnuskipin landa hvert á fætur öðru enda stutt á miðin nú þegar vestari endi loðnugöngunnar er komin fyrir Reykjanes.
Loðnuveiðar ganga vel þrátt fyrir að loðnan sé nokkuð dreifð. Þá spillir ekki fyrir að verð á loðnuafurðum er nú í hámarki.
Í Grindavík falla til um 200 af hrognum á sólarhring. Frystigetan er 110 tonn og hefur hluti verið sendur til frystingar í Neskaupsstað, skv. því sem fram kemur í mbl í dag.
Mynd: Frá hrognavinnslunni í Grindavík í gær. Allt á fullu allan sólarhringinn og engu líkara en að menn séu hreinlega á hlaupum eins og þessi mynd ber með sér.
VF-mynd: elg
Loðnuveiðar ganga vel þrátt fyrir að loðnan sé nokkuð dreifð. Þá spillir ekki fyrir að verð á loðnuafurðum er nú í hámarki.
Í Grindavík falla til um 200 af hrognum á sólarhring. Frystigetan er 110 tonn og hefur hluti verið sendur til frystingar í Neskaupsstað, skv. því sem fram kemur í mbl í dag.
Mynd: Frá hrognavinnslunni í Grindavík í gær. Allt á fullu allan sólarhringinn og engu líkara en að menn séu hreinlega á hlaupum eins og þessi mynd ber með sér.
VF-mynd: elg