Unnið af fullum krafti milli hátíða
Unnið var á milli jóla og nýárs við að steypa undirstöður viðbyggingar flugstöðvarinnar. Jafnframt var haldið áfram að rífa og fjarlægja innréttingar á 2. hæð byggingarinnar til undirbúnings breytingum og innréttingum þar síðar í vetur.
Verktakinn, Ístak, færist í aukana eftir áramótin og starfsmönnum fyrirtækisins við framkvæmdirnar fjölgar þá verulega. Ætla má að hátt í 170 manns verði við störf þegar líður á janúar og allt að 30 manns til viðbótar á vegum annarra fyrirtækja vegna stækkunar flugstöðvarinnar eða alls um 200 manns, segir á vefnum airport.is
Verktakinn, Ístak, færist í aukana eftir áramótin og starfsmönnum fyrirtækisins við framkvæmdirnar fjölgar þá verulega. Ætla má að hátt í 170 manns verði við störf þegar líður á janúar og allt að 30 manns til viðbótar á vegum annarra fyrirtækja vegna stækkunar flugstöðvarinnar eða alls um 200 manns, segir á vefnum airport.is