Karlakórinn
Karlakórinn

Fréttir

Unnið að úrbótum á fráveitu Garðs
Mánudagur 25. september 2017 kl. 12:29

Unnið að úrbótum á fráveitu Garðs

- Mikilvægur áfangi í úrbótum á fráveitu sveitarfélagsins

 
 
Undanfarið hefur verið unnið að úrbótum á fráveitu Sveitarfélagsins Garðs. Gamlar útrásir fráveitunnar við hafnarsvæðið verða aflagðar en fráveitan tengd við megin útrás út af Þorsteinsbúð. 
 
Verkinu er nú nánast lokið og greinir Magnús Stefánsson, bæjarstjóri í Garði frá því í pistli á vef sveitarfélagsins. Verktaki er Tryggvi Einarsson og hefur verkið gengið vel. 
 
„Þetta er mikilvægur áfangi í úrbótum á fráveitu sveitarfélagsins og ánægjulegt að honum sé lokið,“ segir Magnús bæjarstjóri í pistlinum og birtir tvær myndir frá framkvæmdum, þar sem m.a. má sjá hve djúpt þarf að grafa til að koma frárennslislögnum fyrir.

 
Myndir: Magnús Stefánsson bæjarstjóri í Garði.
Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024