Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Unnið að sjóvörnum í Sandgerði
Föstudagur 30. október 2009 kl. 10:14

Unnið að sjóvörnum í Sandgerði


Framkvæmdir við sjóvarnir hafa að undanförnu staðið yfir í Sandgerði. Verið er að gera 100 metra nýja sjóvörn við Bursthús og í landi Bæjarskerja er unnið að endurbyggingu sjóvarna á um 120 metra kafla.

Við Bursthús hefur ekki verið ráðist í gerð sjóvarnargarða áður á þessum stað. Mikið rof hefur verið að myndast þar og því orðið aðkallandi að verja mannvirki þar.  Það á reyndar við á fleiri stöðum við strandlengjuna. Mjög gott aðgengi er að þessum stað og þarf ekki mikið að laga til eftir vinnuna í fjörunni. Slóði að Bursthúsum er notaður og byggður upp fyrir vélarnar.

Á landamörkum Bæjarskers og Hólshúss hefur verið gerður varnargarður fyrir all nokkru síðan og er hann víða horfinn vegna ágangs sjávar. Á þeim árum þegar þessi garður var gerður, var ekki mikið um að gröfur væru notaðar til þess að raða grjótinu, heldur var sturtað á staðinn af vörubílum.  Aðgengi að þessum stað er verra en á syðri staðnum. Miklar mannvistarleifar eru á mörkun athafnasvæðisins og þarf því að fara mjög varlega til að skemma ekki þær menjar.

„Til gamans má geta þess, að umrætt framkvæmdasvæði við Hólshús – Bæjarsker er nánast í jaðri svokallaðs Kirkjukletts eða Kirkjuklappar, en af þeim nöfnum má draga þá sterku ályktun að kirkja hafi verið við Bæjarsker á öldum áður. Enn sjást leifar af mannvirkjum á tilteknum hól," hefur fréttavefurinn 245.is í Sandgerði eftir byggingarfulltrúanum Birgi Haraldssyni.

Mynd og texti af www.245.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024