Bragi Guðmundsson - Báruklöpp
Bragi Guðmundsson - Báruklöpp

Fréttir

Unnið að samþættri þjónustu fyrir börn í Reykjanesbæ
Fimmtudagur 1. maí 2025 kl. 06:00

Unnið að samþættri þjónustu fyrir börn í Reykjanesbæ

Velferðarráð leggur áherslu á samvinnu og árangursmat

Á fundi velferðarráðs Reykjanesbæjar 10. apríl var staða innleiðingar laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna kynnt fyrir ráðinu. Eydís Rós Ármannsdóttir, verkefnastjóri, fór yfir stöðuna í Reykjanesbæ og hvernig verkefnið hefur þróast frá upphafi.

Velferðarráð tók vel í kynninguna og þakkaði fyrir yfirgripsmikið yfirlit yfir þetta mikilvæga verkefni sem miðar að því að tryggja snemmtæka og samræmda þjónustu við börn og fjölskyldur þeirra.

Í bókun ráðsins kom fram að mikilvægt sé að allir hagaðilar vinni saman að markmiðum farsældarlaganna og taki virkan þátt í innleiðingu þeirra. Þá hvatti ráðið til að framkvæmd verkefnisins verði mæld reglulega, þannig að árangur og þróun geti verið sýnileg bæði yfir tíma og milli ára.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk

Dubliner
Dubliner