Unnið að mati á umhverfisáhrifum vegna háspennulínu frá Reykjanesvirkjun
Áætlaðar eru framkvæmdir við lagningu 220 kV háspennulínu Reykjanes – Rauðamelur. Skipulagsstofnun hefur úrskurðað breytingu á framkvæmdinni frá Reykjanesvirkjun að norðaustur enda Sýrfells matsskylda skv. lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000. Vinna við undirbúning mats á umhverfisáhrifum er hafin hjá verkfræðistofunni Línuhönnun og er tillaga að matsáætlun nú til kynningar.
Hitaveita Suðurnesja hyggst leggja nýja um það bil 14 km langa háspennulínu, frá tengivirki við fyrirhugað raforkuver á Reykjanesi að aðveitustöð við 132 kV línuna Svartsengi – Fitjar, nálægt Rauðamel um 5 km norðan við Svartsengi. Málspenna línunnar verður 220 kV, en hún verður í fyrstu rekin á 132 kV spennu.
Hitaveita Suðurnesja lét meta umhverfisáhrif framkvæmdarinnar og var matsskýrsla lögð fram hjá Skipulagsstofnun í janúar 2003. Stofnunin kvað upp úrskurð 26. mars 2003, þar sem fallist var á framkvæmdina.
Þegar matsskýrsla var lögð fram hafði staðsetning raforkuversins og tengivirkis þess ekki verið ákveðin. Nú hefur staðsetning virkjunar og tengivirkis verið ákveðin og fengist hefur samþykki fyrir breyttri staðsetningu. Aðlaga þarf línulögnina þessum breyttu aðstæðum. Um er að ræða breytta legu frá Reykjanesvirkjun að norðausturenda Sýrfells.
Áætlað er að skila matsskýrslu inn til Skipulagsstofnunar í mars 2005. Umfjöllun Skipulagsstofnunar um matsskýrslu tekur 12 vikur og því má áætla að úrskurður Skipulagsstofnunar liggi fyrir í júní 2005. Ef tekið er tillit til mögulegrar kæru til ráðherra og úrskurðartíma, 12 vikur í allt, gæti matsferlinu lokið í síðasta lagi í byrjun september 2005.
Forhönnun, verkhönnun og gerð útboðsgagna hefur verið gerð fyrir þann hluta háspennulínunnar sem samþykktur var í fyrra mati. Búið er að forhanna breytingu á línulögn en ekki jarðstreng. Áætlað er að hanna og bjóða út breytingu á línu eða jarðstrenginn á árinu 2005.
Hitaveita Suðurnesja fjármagnar verkefnið.
Í lauslegri kostnaðaráætlun er gert ráð fyrir að framkvæmdir við breyttan hluta línunnar sem nú er til mats á umhverfisáhrifum kosti um 60 milljónir kr. samkvæmt aðalvalkosti framkvæmdaraðila. Í matsskýrslunni verður sá kostnaður borinn saman við kostnað af lagningu jarðstrengs.
Tilgangur Hitaveitu Suðurnesja með byggingu háspennulínunnar frá Reykjanes - Rauðamelur er að flytja raforku frá fyrirhugaðri jarðgufuvirkjun við Reykjanes inn á raforkuflutningskerfi Hitaveitunnar.
Samið hefur verið um sölu orku frá Reykjanesi inn á kerfi Landsnets til að tryggja orkuafhendingu til stækkunar álvers Norðuráls á Grundartanga.
Línan verður byggð sem 220 kV lína, en rekin á 132 kV spennu í fyrstu. Þegar línan verður spennuhækkuð í 220 kV, eykst flutningsgeta hennar nálægt því þrefalt.
Fyrirhugað er að í framtíðinni verði byggt framhald línunnar að aðveitustöðinni í Hamranesi þannig að 220 kV lína tengi orkuver Hitaveitu Suðurnesja við höfuðborgarsvæðið og dreifikerfi Landsnets. Samtímis verður þá komin tvöföld tenging til Suðurnesja sem tryggir betra afhendingaröryggi raforku á Suðurnesjum og stór- Reykjavíkursvæðinu.
Háspennulínan Reykjanes-Rauðamelur, 220 kV, verður nokkru stærri en Suðurnesjalína sem er 132 kV lína frá Hamranesi til Fitja. Reiknað er með að nota stöguð stálröramöstur sem burðarmöstur. Notuð verða M-möstur í línuna, eins og í Suðurnesjalínu. Möstrin verða 15 til 26 m að hæð (upp í þverslá) með u.þ.b. 20 m langri þverslá og um 2,7 m há jarðvírseyru ofan á þverslánni. Reiknað er með um 300 til 350 m á milli mastra
Óhjákvæmilegt er að leggja þennan fyrsta hluta háspennulínunnar Reykjanes – Rauðamelur. Nú þegar er búið að hanna og bjóða út Reykjanesvirkjun og möstur 11 til 46 af þessari línu. Línan þarf að vera tilbúin til prufukeyrslu um áramótin 2005-2006 og afhenda þarf orku frá Reykjanesvirkjun í maí 2006.
Þar sem mat á umhverfisáhrifum er samráðsferli, gafst almenningi, hagsmunaaðilum og umsagnaraðilum tækifæri til að kynna sér framkvæmdina og koma með athugasemdir við tillögu að matsáætlun áður en henni var skilað inn til Skipulagsstofnunar. Tillagan var aðgengileg á vefsvæði Línuhönnunar, www.lh.is, og Hitaveitu Suðurnesja, www.hs.is. Tillagan var auglýst og kynnt með auglýsingum í helstu dagblöðum.
Tveggja vikna frestur var gefinn til að skila inn athugasemdum við drög að tillögu að matsáætlun, í samræmi við 14. gr. reglugerðar nr. 671/2000 um mat á umhverfisáhrifum. Sá athugasemdafrestur rann út þann 28. febrúar, 2005. Engar athugasemdir bárust á auglýsingatíma.
Hitaveita Suðurnesja hyggst leggja nýja um það bil 14 km langa háspennulínu, frá tengivirki við fyrirhugað raforkuver á Reykjanesi að aðveitustöð við 132 kV línuna Svartsengi – Fitjar, nálægt Rauðamel um 5 km norðan við Svartsengi. Málspenna línunnar verður 220 kV, en hún verður í fyrstu rekin á 132 kV spennu.
Hitaveita Suðurnesja lét meta umhverfisáhrif framkvæmdarinnar og var matsskýrsla lögð fram hjá Skipulagsstofnun í janúar 2003. Stofnunin kvað upp úrskurð 26. mars 2003, þar sem fallist var á framkvæmdina.
Þegar matsskýrsla var lögð fram hafði staðsetning raforkuversins og tengivirkis þess ekki verið ákveðin. Nú hefur staðsetning virkjunar og tengivirkis verið ákveðin og fengist hefur samþykki fyrir breyttri staðsetningu. Aðlaga þarf línulögnina þessum breyttu aðstæðum. Um er að ræða breytta legu frá Reykjanesvirkjun að norðausturenda Sýrfells.
Áætlað er að skila matsskýrslu inn til Skipulagsstofnunar í mars 2005. Umfjöllun Skipulagsstofnunar um matsskýrslu tekur 12 vikur og því má áætla að úrskurður Skipulagsstofnunar liggi fyrir í júní 2005. Ef tekið er tillit til mögulegrar kæru til ráðherra og úrskurðartíma, 12 vikur í allt, gæti matsferlinu lokið í síðasta lagi í byrjun september 2005.
Forhönnun, verkhönnun og gerð útboðsgagna hefur verið gerð fyrir þann hluta háspennulínunnar sem samþykktur var í fyrra mati. Búið er að forhanna breytingu á línulögn en ekki jarðstreng. Áætlað er að hanna og bjóða út breytingu á línu eða jarðstrenginn á árinu 2005.
Hitaveita Suðurnesja fjármagnar verkefnið.
Í lauslegri kostnaðaráætlun er gert ráð fyrir að framkvæmdir við breyttan hluta línunnar sem nú er til mats á umhverfisáhrifum kosti um 60 milljónir kr. samkvæmt aðalvalkosti framkvæmdaraðila. Í matsskýrslunni verður sá kostnaður borinn saman við kostnað af lagningu jarðstrengs.
Tilgangur Hitaveitu Suðurnesja með byggingu háspennulínunnar frá Reykjanes - Rauðamelur er að flytja raforku frá fyrirhugaðri jarðgufuvirkjun við Reykjanes inn á raforkuflutningskerfi Hitaveitunnar.
Samið hefur verið um sölu orku frá Reykjanesi inn á kerfi Landsnets til að tryggja orkuafhendingu til stækkunar álvers Norðuráls á Grundartanga.
Línan verður byggð sem 220 kV lína, en rekin á 132 kV spennu í fyrstu. Þegar línan verður spennuhækkuð í 220 kV, eykst flutningsgeta hennar nálægt því þrefalt.
Fyrirhugað er að í framtíðinni verði byggt framhald línunnar að aðveitustöðinni í Hamranesi þannig að 220 kV lína tengi orkuver Hitaveitu Suðurnesja við höfuðborgarsvæðið og dreifikerfi Landsnets. Samtímis verður þá komin tvöföld tenging til Suðurnesja sem tryggir betra afhendingaröryggi raforku á Suðurnesjum og stór- Reykjavíkursvæðinu.
Háspennulínan Reykjanes-Rauðamelur, 220 kV, verður nokkru stærri en Suðurnesjalína sem er 132 kV lína frá Hamranesi til Fitja. Reiknað er með að nota stöguð stálröramöstur sem burðarmöstur. Notuð verða M-möstur í línuna, eins og í Suðurnesjalínu. Möstrin verða 15 til 26 m að hæð (upp í þverslá) með u.þ.b. 20 m langri þverslá og um 2,7 m há jarðvírseyru ofan á þverslánni. Reiknað er með um 300 til 350 m á milli mastra
Óhjákvæmilegt er að leggja þennan fyrsta hluta háspennulínunnar Reykjanes – Rauðamelur. Nú þegar er búið að hanna og bjóða út Reykjanesvirkjun og möstur 11 til 46 af þessari línu. Línan þarf að vera tilbúin til prufukeyrslu um áramótin 2005-2006 og afhenda þarf orku frá Reykjanesvirkjun í maí 2006.
Þar sem mat á umhverfisáhrifum er samráðsferli, gafst almenningi, hagsmunaaðilum og umsagnaraðilum tækifæri til að kynna sér framkvæmdina og koma með athugasemdir við tillögu að matsáætlun áður en henni var skilað inn til Skipulagsstofnunar. Tillagan var aðgengileg á vefsvæði Línuhönnunar, www.lh.is, og Hitaveitu Suðurnesja, www.hs.is. Tillagan var auglýst og kynnt með auglýsingum í helstu dagblöðum.
Tveggja vikna frestur var gefinn til að skila inn athugasemdum við drög að tillögu að matsáætlun, í samræmi við 14. gr. reglugerðar nr. 671/2000 um mat á umhverfisáhrifum. Sá athugasemdafrestur rann út þann 28. febrúar, 2005. Engar athugasemdir bárust á auglýsingatíma.