Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Unnið að kappi við Myllubakka
Föstudagur 15. ágúst 2003 kl. 15:39

Unnið að kappi við Myllubakka

Stórvirkar vinnuvélar Íslenskra aðalverktaka hafa verið áberandi í Reykjanesbæ þetta sumarið. Nú er unnið af kappi við nýja Myllubakkann neðan Hafnargötunnar í Keflavík. Þar er verið að hlaða snyrtilega grjótgarða en nýi bakkinn á að vera tilbúinn á Ljósanótt eftir 19 daga þar sem mikil hátíðarhöld fara fram. Aðal svið Ljósanæturhátíðarinnar verður á bakkanum. Þar á eftir að leggja göngustíga, tyrfa, leggja nýjan akveg og einnig verður dragnótabátnum Baldri KE komið fyrir til frambúðar neðan við DUUS-húsin á nýju uppfyllingunni.Meðfylgjandi mynd var tekin í dag þar sem unnið var á stórri beltagröfu við að raða grjóti í varnargarð. Stór hjólaskófla flutti einnig til myndarlega stóra steina sem eiga uppruna sinn í Helguvík. Jú - það verður fjör á Myllubakka næstu daga við að ganga frá svæðinu fyrir stærstu hátíð ársins á Suðurnesjum.

Mynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024