Unnið að bættu aðgengi fyrir fatlaða
Bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ vinna að að undirbúningi átaks með það fyrir augum að að bæta aðgengi fyrir fatlaða í bæjarfélaginu í samræmi við markmið bæjaryfirvalda sem fram koma í Framtíðarsýn Reykjanesbæjar 2006 – 2010.
Bærinn mun aðstoða og hvetja fyrirtæki til að bæta aðgang að starfsstöðum sínum og á helstu þjónustuleiðum. Gerð verður úttekt á farartálmum og í framhaldi lögð fram áætlun um það hvernig megi fækka þeim eða eyða.
Vinna við undirbúninginn hefur tafist í vetur vegna snjóa og ófærðar en er að fara á fullt aftur.
Verslanir og þjónustufyrirtæki mega því búast við heimsókn tæknimanna á næstunni, sem munu yfirfara og skoða stöðuna á hverjum stað með það fyrir augum að meta kostnað og gera tillögur til úrbóta.
Víkurfréttir fóru fyrir helgi í vettvangskönnun með Guðjóni Sigurðssyni, formanni MND félagsins. Sjá nánar í VF á miðvikudaginn.
Mynd: Guðjón Sigurðsson, formaður MND félagsins, heimsótti bæjarskrifstofur Reykjanesbæjar fyrir helgi, þar sem hann kynnti sér fyrirætlanir bæjarfélagsins í aðgengismálum. Stefán Bjarkarson færði honum málband með áletruninni „Ég mæli með Reykjanesbæ,“ í þeirri von að það gæti Guðjón gert í framtíðinni. VF-mynd: elg