Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Unnið á mesta hættusvæðinu í dag
Föstudagur 17. nóvember 2023 kl. 10:08

Unnið á mesta hættusvæðinu í dag

Unnið er að því að hleypa íbúum inn í sínar eignir á mesta hættusvæði Grindvíkur í dag. Heimildin í dag tekur til 90 fasteigna. 

„Okkur gekk vel í gær en þetta tekur tíma. Vinna heldur áfram næstu daga.  Erfiðlega gengur að afgreiða alla þá tölvupósta sem berast aðgerðastjórn.  Við reynum hvað við getum að mæta þörfum íbúa Grindavíkur og svara þeim erindum sem okkur berast við erfiðar aðstæður. Samskipti aðgerðastjórnar við íbúa Grindavíkur hafa hingað til verið mjög góð og er það þakkavert við svo erfiðar aðstæður. Eðlilegt er að gagnrýni komi fram á störf okkar en við gerum okkar besta í þágu samfélagsins í Grindavík. Verum þolinmóð en margir íbúar eiga eftir að fá hringingu frá aðgerðastjórn.   Fylgjast þarf vel með fréttatilkynningum frá aðgerðastjórn, helstu upplýsingaveitum og góðri umfjöllun helstu fjölmiðla landsins,“ segir Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum í tilkynningu.
 
Í dag er unnið með rauða svæðið á meðfylgjandi korti.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024