United Silicon teflir fram nýjum talsmanni
Stjórn United Silison hefur fengið Karen Kjartansdóttur til að sinna hlutverki talsmanns fyrirtækisins næstu mánuði. Tekur Karen við hlutverkinu af Kristleifi Andréssyni, stjórnanda öryggis- og umhverfismála hjá United Silicon.
Karen hefur mikla reynslu af fjölmiðlum, var samskiptastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi á árunum 2013-2016 og hefur á þessu ári unnið á ráðgjafastofunni Aton.
Þá hefur stjórnin fengið Kristin Bjarnason hrl. til ráðgjafar fyrir félagið. Kristinn er einn reyndasti lögmaður landsins í störfum fyrir fyrirtæki í greiðslustöðvun og nauðasamningsumleitunum.