United hefur árstíðarbundið áætlunarflug á milli Keflavíkur og New York/Newark
- Hátt í 70 bein tengiflug til áfangastaða í Bandaríkjunum, Kanada, Mexíkó, Karíbahafinu og Mið-Ameríku frá safnvellinum í New York/Newark
United Airlines hóf árstíðabundið áætlunarflug á milli Keflavíkur og safnvallar félagsins í New York, Newark Liberty International Airport, þann 24. maí 2018. Flogið verður daglega til 4. október 2018.
Komu fyrsta flugsins frá New York/Newark var fagnað með vatnsboga á Keflavíkurflugvelli. Viðskiptavinir, gestir, starfsfólk United og áhöfnin, ásamt Patrick Quayle, aðstoðarframkvæmdastjóra alþjóðasviðs United, Marcel Fuchs, aðstoðarsölustjóra United, Hlyni Sigurðssyni, framkvæmdastjóra Keflavíkurflugvallar og Grétari Garðarssyni, verkefnastjóra á viðskiptaþróunarsviði, tóku því næst þátt í sérstakri opnunarhátíð við hliðið áður en flug United númer 139 hélt af stað til New York/Newark.
„Það er okkur ánægja að hefja árstíðabundið áætlunarflug á milli Keflavíkur og heimahafnar okkar í New York/Newark,” sagði Bob Schumacher, framkvæmdastjóri sölusviðs United í Bretlandi, Írlandi og á Íslandi. „Þetta nýja flug eflir alþjóðlegt leiðakerfi okkar og eykur valfrelsi íslenskra neytenda þar sem boðið er upp á hátt í 70 bein tengiflug frá New York/Newark til áfangastaða í Bandaríkjunum, Kanada, Mexíkó, Karíbahafi og Mið-Ameríku.
„Okkur er það mikil ánægja að bjóða United Airlines velkomið í sístækkandi hóp úrvalsflugfélaga sem fljúga frá Keflavíkurflugvelli. Við sjáum fram á langt og farsælt samstarf,“ sagði Hlynur Sigurðsson, framkvæmdastjóri viðskiptasviðs Isavia á Keflavíkurflugvelli. „United á hátt í 90 ára flugsögu að baki og við hlökkum til að starfa með þeim að því að tryggja að ferðalag viðskiptavina okkar sé fyrsta flokks.“
Flugáætlun
Flug United, UA139, fer frá Keflavík klukkan 11.55 á hverjum degi og lendir í New York/Newark klukkan 14.05 sama dag. Flugið til baka, UA138, fer frá New York/Newark klukkan 22.30 á hverjum degi og lendir klukkan 8.10 daginn eftir (ávallt er miðað við staðartíma). Flugtími er 6 klukkustundir og 10 mínútur á vesturleið og 5 klukkustundir og 40 mínútur á austurleið. Vélarnar sem fljúga á þessari leið eru af gerðinni Boeing 757-200.
Vörur og þjónusta um borð
Í Boeing 757-200 vélunum sem fljúga á milli Keflavíkur og New York/Newark verða alls 169 sæti, 16 sæti sem leggjast aftur í viðskiptafarrýminu United Polaris og 153 í Economy, þar á meðal 45 Economy Plus sæti með meira rými og fótaplássi. Á United Polaris, nýju viðskiptafarrými United, er allt gert svo langferðalangar eigi auðvelt með að festa svefn. Fyrsta áfanga United Polaris hefur verið hrint í framkvæmd um borð. Boðið er upp á betri mat og drykk, þægileg sængurföt frá Saks Fifth Avenue og vandaða lúxuspakka með vörum frá Soho House & Co's Cowshed Spa.
Á United Economy Plus er boðið upp á meira rými og fótapláss. Sætin eru framarlega í Economy-farrýminu svo þeir sem sitja þar eru sneggri að fara frá borði við komu en þeir sem sitja aftar. Economy Plus sæti eru fáanleg á öllum flugleiðum yfir Atlantshaf. Á United Economy er boðið upp á mat, gosdrykki, safa, bjór og vín, te, kaffi og skemmtiefni án endurgjalds. Í flestum flugvélum eru sætin með stillanlegum höfuðpúða og afþreyingarkerfi fyrir hvern farþega.
Safnvöllur United í New York/Newark
United starfrækir stærsta safnvöllinn á New York svæðinu, Newark Liberty International Airport. Flugvöllurinn er í aðeins 23 km fjarlægð frá miðbæ Manhattan og þaðan er hægt að fara með hraðskreiðum almenningssamgöngum til fjölmargra borgarhluta. Til dæmis tekur innan við hálftíma að taka AirTrain lest til New York Penn Station á miðri Manhattan. United flýgur til rúmlega 280 áfangastaða í Norður-, Mið- og Suður-Ameríku, auk Karíbahafs, frá New York/Newark. Þar á meðal eru yfir 100 með beinu flugi.
Um United
United Airlines og United Express fljúga um 4.600 sinnum á dag til 354 flugvalla í fimm heimsálfum. Árið 2017 fóru United og United Express meira en 1,6 milljónir flugferða með rúmlega 148 milljónir farþega. United er stolt af því að bjóða upp á víðtækasta leiðakerfi heims með safnvöllum á meginlandi Bandaríkjanna í Chicago, Denver, Houston, Los Angeles, Newark/New York, San Francisco og Washington, D.C. United starfrækir 750 millilandavélar, auk þess sem flugrekstraraðilar United Express hafa 545 innanlandsvélar á sínum snærum. Flugfélagið er stofnfélagi Star Alliance, sem þjónustar 191 lönd með tilstilli 28 flugfélaga sem eru meðlimir. Frekari upplýsingar má fá með því að fara á united.com, fylgjast með @United á Twitter eða tengjast félaginu á Facebook. Viðskipti með hlutabréf í móðurfélagi United, United Continental Holdings, Inc., fara fram undir heitinu „UAL“ í kauphöllinni í New York.