Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

United Airlines semur við Securitas
Vél United Airlines í fyrstu ferðinni til Íslands
Föstudagur 8. júní 2018 kl. 07:00

United Airlines semur við Securitas

- 80 starfsmenn hjá Securitas á Suðurnesjum

Securitas hefur skrifað undir samstarfssamning við bandaríska flugrisann United Airlines. Samningurinn tekur á öryggismálum tengdum áætlunarflugi UA til og frá Íslandi. Í framhaldi af útboði í janúar var gengið til samninga við Securitas. Þá hófst þjálfun starfsfólks sem unnin var í samstarfi við Securitas í Belgíu sem hafa mikla reynslu af öryggismálum flugvalla.  Fyrsta flug UA til Bandaríkjanna fór frá Íslandi 24. maí og er flogið daglega til að byrja með.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Fyrstu ferðinni til Íslands var fagnað í Flugstöð Leifs Eiríkssonar

Aukin umsvif Securitas í flugtengdum rekstri
Starfsemi Securitas á flugvöllum og í tengslum við flug er alltaf að aukast. Auk þess að sinna öryggismálum einstakra flugfélaga þá sinnir Securitas öryggisleit, aðstoð við farþega með skerta hreyfigetu (PRM), umsjón með týndum farangri og fleira. Alls starfa nú um 80 manns frá Securitas í og við flugstöðina í Keflavík auk þess að sinna stöfum á Reykjavíkurflugvelli.

Telma Dögg Guðlaugsdóttir, útibússtjóri Securitas á Suðurnesjum

„Við erum mjög ánægð með að hafa hafið þetta samstarf með United Airlines. Í gegnum slíkt samstarf og eins með samstarfi við Securitas í Belgíu öðlumst við gífurlega þekkingu á þessum rekstri sem eykur gæði þjónustu okkar. Starfsfólki Securitas fjölgar mjög ört hér í Keflavík enda hefur samstarfið með Isavia, WOW og fleirum gengið vel. Securitas á Reykjanesi er frábærlega staðsett með tilliti til þessara samstarfsaðila en einnig höfum við ákveðið að opna sérstaka starfsaðstöðu fyrir okkar starfsfólk í flugstöð Leifs Eiríkssonar til að mæta auknum starfsmannafjölda og þörfum þeirra,“ segir Telma Dögg Guðlaugsdóttir, útibússtjóri Securitas á Reykjanesi.