Ungur maður stórslasaður
Alvarlegt umferðaslys varð á Sandgerðisvegi um fimmleytið á þriðjudag. Ungur maður slasaðist alvarlega og var hann fluttur á Landspítalann.Orsök slyssins er talin vera sú að ungi maðurinn, sem var ökumaður fólksbíls, hafi ekið aftan á dráttarvél sem var með tank í eftirdragi. Fólksbíllinn festist aftan í tanknum og dróst með honum nokkur hundruð metra. Fólksbifreiðin lagðist saman að framan og tók það björgunarlið töluverðan tíma að ná unga manninum út úr bílnum.