Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 21. febrúar 2002 kl. 16:53

Ungur Grindvíkingur til Disneylands

Nú nýverið var afhentur aðalvinningur í Mjallhvít og dvergarnir sjö, söfnunarleik Coke sem unninn var í samvinnu við SAMmyndbönd og kom nafn Jóns Einars Gunnarssonar, 10 ára stráks frá Grindavík, upp úr pottinum þegar dregið var. Aðdragandi þessa leiks var sá að sl. haust kom út Disney myndin Mjallhvít og dvergarnir sjö í fyrsta skipti með íslensku tali.  Leikurinn gekk í stuttu máli út að það að safna myndum af dvergunum sem voru á öllum 2. L Coke flöskum.  Þessar myndir þurfti síðan að líma á sérstakt söfnunnarplakat sem síðan var merkt og sent inn sem þátttökuseðill til Vífilfells þar sem dregið var úr innsendum seðlum þann 30. nóvember sl.   Alls bárust um 7000 þátttökuseðlar og var aðalvinningur ævintýraferð fyrir fjóra í Disneyland - Paris með flugleiðum (innifalið flug, gisting og aðgagnur að garðinum) og kom nafn Jóns Einars Gunnarssonar, 10 ára stráks frá Grindavík, upp úr pottinum þegar dregið var. 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024