Ungt barn féll í stiga
Lögreglan á Suðurnesjum var kvödd að bílskúr í Keflavík um helgina þar sem þriggja ára barn hafði fallið í stiga. Stiginn var brattur og tveir til þrír metrar að lengd.
Barnið var flutt með sjúkrabifreið til skoðunar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Engir sjáanlegir áverkar reyndust vera á því og vegnaði því vel eftir komuna á HSS.