Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ungmenni villa á sér heimildir
Miðvikudagur 27. október 2010 kl. 08:22

Ungmenni villa á sér heimildir


Lögreglan á Suðurnesjum fær nú í auknu mæli tilkynningar frá skemmtistöðum í Reykjanesbæ að ungmenni yngri en 18 ára séu að reyna að komast inn á skemmtistaðina með því að framvísa ökuskírteini eða greiðslukorti annarrar manneskju.  Nokkur mál hafa komið inn á borð til lögreglu.

 Að villa á sér heimildir með þessum hætti varðar við almenn hegningarlög þar sem refsirammi er sektir eða fangelsi allt að 6 mán.

Lögreglan varir ungmenni eindregið við því að reyna þetta þar sem brot á almennum hegningarlögum getur haft neikvæðar afleiðingar síðar á lífsleiðinni þegar kemur að því að velja sér starf.

Í þessari viku mun lögreglan funda áfram með forsvarsmönnum skemmtistaðanna þar sem farið verður yfir skemmtanahaldið.


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024