Ungmenni í Vogum fegra bæinn sinn
Þessir krakkar voru á fullu í bæjarvinnunni í Vogum á dögunum enda nóg að gera svo stuttu fyrir 17.júní. Flestir bæir stefna að því að hafa allt sem snyrtilegast á þeim degi.
Krakkarnir höfðu í nógu að snúast og voru ýmist að týna rusl, slá, raka og sjá um blómabeðin. Þau voru frekar hissa yfir því hversu mikið rusl þau höfðu týnt upp og vildu hvetja fólk til að passa upp á að ruslið endi í ruslafötum en ekki út á götu.
Ungmennin sem vinna hart að sér í sumar við að halda Vogum í sumarbúning eru um fimmtíu talsins og koma til með að starfa við það út sumarið.
Vf-mynd/Margrét