Ungmenni handtekin með hassmola
Lögreglan í Keflavík stöðvaði í gærkvöldi bifreið sem í voru þrjú ungmenni. Grunur vaknaði um fíkniefnamisferli og var fólkið handtekið og fært á lögreglustöð ásamt bifreiðinni. Við leit í bifreiðinni fannst lítill hassmoli sem farþegi í bifreiðinni kvaðst eiga, einnig fundust tól til fíkniefnaneyslu. Fólkinu var sleppt og telst málið upplýst.
VF-mynd/ úr safni