Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

  • Ungmenni gat keypt bjór í vínbúð á Suðurnesjum
  • Ungmenni gat keypt bjór í vínbúð á Suðurnesjum
Föstudagur 20. febrúar 2015 kl. 09:43

Ungmenni gat keypt bjór í vínbúð á Suðurnesjum

– SamSuð kannaði möguleika ungmenna undir áfengiskaupaaldri til að versla í vínbúð

Á undanförnum árum hafa Samtök félagsmiðstöðva á Suðurnesjum (SamSuð) staðið fyrir könnunum á því hvort ólögráða ungmennum sé selt tóbak í verslunum á Suðurnesjum. Hafa niðurstöður þeirra kannana ekki verið góðar, en allt of margar verslanir selja síendurtekið tóbak til ungmenna á grunnskólaaldri, eins og komið hefur fram í fréttablöðum á Suðurnesjum.

Í tilkynningu frá SamSuð segir að nýlega ákvað Samsuð að gera, í fyrsta skipti, óformlega könnun í áfengisverslunum á Suðurnesjum. Sautján og átján ára ungmenni fóru í fylgd starfsmanna félagsmiðstöðva í áfengisverslanir og freistuðu þess að fá keyptan bjór. Niðurstaðan var sú að í níu heimsóknum ungmenna á sölustaði ÁTVR, tókst í einu tilfella að fá keyptan bjór.

SamSuð mun halda áfram að gera óformlegar kannanir á því hvort starfsfólk sölustaða áfengis og tóbaks á Suðurnesjum, fari að lögum og selji ekki slíkar vörur til einstaklinga undir þeim aldri sem lög um sölu áfengis- og tóbaks kveða á um.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024