Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ungmenni frá Reykjanesbæ á Þingvöll
Fimmtudagur 13. mars 2003 kl. 14:05

Ungmenni frá Reykjanesbæ á Þingvöll

Alls munu fimm ungmenni frá Reykjanesbæ taka þátt í málþingi um lýðræði barna og unglinga skv. 12. grein Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna sem haldið verður á Þingvöllum laugardaginn 29. mars n.k, segir á vef Reykjanesbæjar. Þátttakendur eru valdir frá átta sveitarfélögum á landinu og var óskað eftir tilnefningum frá Reykjanesbæ. Þeir sem taka þátt í málþinginu fyrir hönd Reykjanesbæjar eru:Bryndís Hjálmarsdóttir 16 ára form. nemendaráðs Holtaskóla
Kristín Helga Magnúsdóttir 15 ára form. nemendaráðs Myllubakkaskóla
Lilja Karen Steinþórsdóttir 15 ára form. nemendaráðs Heiðarskóla
Ingibjörg Ósk Erlendsdóttir 16 ára form. nemendaráðs Njarðvíkurskóla
Runólfur Þór Sanders 18 ára form. nemendafélags Fjölbrautaskóla Suðurnesja

Einnig taka þátt frá Reykjanesbæ fulltrúi skólastjórnenda og bæjarfulltrúarnir Kjartan Már Kjartansson og Sveindís Valdimarsdóttir.

Vigdís Finnbogadóttir mun setja málþingið en ráðstefnustjóri er Eva María Jónsdóttir. Flutt verða sjö kynningarerindi varðandi 12. grein Barnasáttmálans og framkvæmd ákvæðisins hér á landi. Að loknum erindum fer fram umræða í vinnuhópum unglinganna og að lokinni gönguferð um þjóðgarðinn verða niðurstöður þeirra kynntar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024