Ungmenni á Suðurnesjum selja SÁÁ Álfinn
-Ágóðinn rennur til þjónustu við ungt fólk
Álfasala SÁÁ, Samtaka áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann, hófst í dag og stendur til sunnudagsins 14. maí. Álfasalan er nú haldin í 28. skipti en salan er ekki aðeins mikilvægur liður í fjáröflun SÁÁ, en sölufólk kemur iðulega úr íþróttafélögum eða öðrum samtökum sem nota sölulaunin til þess að kosta eigið félagsstarf í heimabyggð.
Meðal þeirra sem selja Álfinn á Suðurnesjum í ár eru um 20 stelpur úr fjórða flokki Keflavíkur, Víðis og Reynis í knattspyrnu, hópur úr fjórða flokki karla hjá Reyni og Víði, unglingar úr 10. bekk Gerðaskóla, hópur úr þriðja flokki karla í knattspyrnu í Njarðvík og einnig 17 stelpur úr þriðja flokki knattspyrnu í Grindavík.
Allur ágóði af sölunni rennur til að greiða fyrir þjónustu SÁÁ við ungt fólk, bæði afeitrun og meðferð, sálfræðiþjónustu barna eða aðra þjónustu við fjölskyldur áfengis- og vímuefnasjúklinga, en slagorð Álfasölunnar er „Álfurinn fyrir unga fólkið“.
Tónlistarmaðurinn Páll Óskar, ásamt fyrirsætum Álfsins í ár, Aðalbjörgu og Atlas, en Páll Óskar keypti fyrsta Álf 2017.