Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ungmennagarður rís við Ásabraut í Grindavík
Föstudagur 29. maí 2015 kl. 09:58

Ungmennagarður rís við Ásabraut í Grindavík

Grindvíkingar leggja drög að ungmennagarði og eru framkvæmdir hafnar austast á skólalóðinni við Ásabraut í Grindavík

Ungmennaráð Grindavíkurbæjar hefur unnið undirbúningsvinnuna að garðinum og skilaði ráðið af sér tillögum auk kostnaðar- og framkvæmdaráætlun á bæjarstjórnarfundi sem haldinn var 28. apríl sl.

Meðal þeirra tækja sem verða í Ungmennagarðinum eru, aparóla, skýli, útigrill, sófaróla, minigolf, strandblak, trampólín og körfuboltavöllur.

Í frétt á vef Grindavíkurbæjar er sagt að um sé að ræða flottar hugmyndir, sem munu nýtast vel fyrir breytilegan aldurshóp.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024