Föstudagur 2. júlí 2004 kl. 22:13
Unglingspiltum vísað frá girðingu Keflavíkurflugvallar

Tveimur unglingspiltum var síðdegis vísað úr móanum ofan Reykjanesbrautar við Grænás í Njarðvík. Herlögreglan sagði piltana hafa reynt að fara undir hlið á girðingunni. Piltarnir sögðust hins vegar bara hafa verið á gangi á svæðinu. Íslenskir lögregluþjónar af Keflavíkurflugvelli báðu piltana um að halda sig frá girðingu Keflavíkurflugvallar og fylgdu þeim niður móann og niður að Reykjanesbrautinni, þar sem piltarnir voru frjálsir ferða sinna. Þá voru komnir á staðinn tveir jeppar frá Varnarliðinu og um tugur hermanna.
Myndin: Lögreglan fylgir piltunum tveimur niður móann frá girðingu Keflavíkurflugvallar undir kvöld. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson