Fréttir

Unglingastig Akurskóla í sóttkví vegna Covid-19
Akurskóli. Ljósmynd: OZZO
Þriðjudagur 13. október 2020 kl. 09:49

Unglingastig Akurskóla í sóttkví vegna Covid-19

Allir nemendur í 7. til 10. bekk Akurskóla í Reykjanesbæ og kennarar á unglingastigi skólans hafa verið sendir í sóttkví eftir að tveir kennarar við skólann greindust með Covid-19. Í frétt mbl.is segir einnig að einn nemandi hafi einnig greinst með smit.

Foreldrar nemenda á unglingastigi fengu póst frá skólastjóra um málið í gærkvöldi. Á facebook-síðu skólans kemur fram að sóttkví hafi ekki áhrif á nemendur á yngra stigi og unnið sé með rakningarteymi m.a. vegna umgengni við smitaða á ákveðnum tíma.

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona