Unglingar undir áhrifum áfengis
Lögreglan fékk sl. föstudagskvöld tilkynningu um að ungir krakkar væru með ölvunarlæti á Hafnargötu í Keflavík. Lögreglumenn fóru á vettvang og þá kom í ljós að þarna var um þrjá unga drengi að ræða, 16, 17 og 13 ára gamla, sem voru augljóslega undir áhrifum áfengis. Þeir voru færðir á lögreglustöðina í Keflavík þar til foreldrar þeirra komu og sóttu þá.