Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Unglingar með sprengjulæti að næturlagi
Mánudagur 29. desember 2008 kl. 09:29

Unglingar með sprengjulæti að næturlagi

Lögreglan á Suðurnesjum tók talsvert magn af skoteldum af unglingum, sem vakið höfðu upp hálft Garðahverfið í Reykjanesbæ eftir miðnættið í gær.  Unglingarnir voru vopnaðir öflugri teyjubyssu, sem þeir notuðu til að skjóta skoteldunum með.  Skoteldarnir (kínverjarnir) höfðu þeir tekið úr Vítistertu, sem seld er á flugeldasölustöðum.  Er hér um að ræða mjög öfluga og hættulega skotelda, að sögn lögreglu.

Um klukkan hálftvö í nótt var lögreglu tilkynnt um skoteldasprengingar við Holtaskóla í Reykjanesbæ.  Lögreglumenn fóru á staðinn og höfðu upp á gerendunum, sem reyndu að komast undan í bifreiðum.  Í annarri bifreiðinni fannst nokkuð magn af skoteldum, sem búið var að eiga við og breyta.  Lögreglan tók skoteldana í sína vörslu.  Þegar vettvangurinn var skoðaður af lögreglu kom í ljós að hinir sprengjuglöðu höfðu sprengt rúðu í Holtaskóla og voru leifar að skoteldunum við rúðuna.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024