UNGLINGAR BRUTUST INN Í SANDGERÐI
Brotist var inní samkomuhúsið í Sandgerði s.l. helgi. Innbrotsþjófarnir hirtu aðallega sígarettur og áfengi, sem þar var geymt. Málið telst upplýst, en þarna voru um nokkrir unglingar að verki, búsettir í Sandgerði og Reykjanesbæ. Einnig var brotist inní leikskólann í Sandgerði á aðfaranótt mánudags. Þjófarnir komust inn með því að spenna upp glugga. Þeir tóku með sér Aiwa-kasettutæki, geisladiska sem merktir eru leikskólanum og Chenon „auto 3001” multi focus myndavél. Lögreglan í Keflavík rannsakar málið.