Unglingagleðskapur leystur upp
Lögreglan á Suðurnesjum leysti í nótt upp unglingagleðskap sem haldið var í húsnæði á Ásbrú í Reykjanesbæ. Töluverður fjöldi ungmenna var í íbúðinni þegar lögregla kom að. Að öðru leyti var nóttin hefðbundin, mikið um hávaðaútköll auk þess sem einn var tekinn ölvaður undir stýri.







