Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Ungir vísindamenn úr FS
Mánudagur 25. apríl 2005 kl. 15:23

Ungir vísindamenn úr FS

Kynning á verkefnum í Landskeppninni Ungir vísindamenn var á hátíðarsal Háskóla Íslands á föstudaginn 22. apríl. Alls voru kynnt 7 verkefni og nemendur Fjölbrautaskóla Suðurnesja áttu tvö þeirra. Kynningar nemenda frá FS tókust mjög vel og góður rómur að þeim gerður. Þóttu þau vera frumleg, vönduð og hafa hagnýtt gildi.

Verkefni FS-inga voru eftirfarandi:

Megrunarsvín Höfundar: Sidi Zaki Ramadhan, Einar Örn Jóhannesson og Inga Lilja Eiríksdóttir, Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Leiðbeinandi: Fannar Jónsson.
Verkefnið miðaði að því að gera tilraun um virkni kítósan sem megrunarlyfs. Markmiðið var að kanna hvort að kítósan stuðlaði að þyngdartapi þrátt fyrir inntöku fituríkrar fæðu.

Raunir Höfundar: Ingi Eggert Ásbjarnarson og Ómar Ragnarsson, Fjölbrautarskóla Suðurnesja. Leiðbeinandi: Ragnheiður Ásta Þorvarðardóttir.
Verkefni sem snýst um að þróa og hanna forrit sem nýtist við kennslu í raungreinum. Markmiðið væri að hægt væri að aðstoða nemendur sem eiga í erfiðleikum með að læra raungreinar að átta sig á helstu formúlum, gildum og aðferðum sem beitt er.

www.fss.is - Myndir fengnar af vefsíðu Fjölbrautarskóla Suðurnesja


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024