Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Ungir tyrfa á Fitjum
Föstudagur 16. júlí 2004 kl. 09:58

Ungir tyrfa á Fitjum

Unnið er að tyrfingu að Fitjum við Reykjanesbraut. Vinnuflokkar vinnuskóla Reykjanesbæjar voru í morgun í óða önn að undirbúa jarðveginn fyrir tyrfinguna. Um allan bæ má nú sjá vinnuflokka við að snyrta og gera umhverfið fallegra en á fimmta hundrað unglinga starfa þetta sumarið hjá vinnuskólanum.
Eins og sjá má á myndinni verður umhverfi Reykjanesbrautarinnar mun fallegra þegar grænt grasið er komið í vegkantinn.

Myndin: Verið að undirbúa jarðveginn fyrir tyrfingu.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024