Ungir tónlistarmenn ná langt
Sturlaugur Jón Björnsson, 21 árs franskhornleikari, og Ingi Garðar Erlendsson ,22 ára básúnaleikari, hafa hlotið þann heiður að spila með erlendri sinfóníuhljómsveit í sumar. Hljómsveitin ber nafnið New England Youth Orchestra. Þessi hljómsveit mun ferðast til Englands, Skotlands, Zimbabwe og Suður Afriku 26. júlí til 26. ágúst. John Rutter, frægur stjórnandi og tónskáld, mun ferðast með og mun hljómsveitin spila í stærstu tónleikahúsum á þeim stöðum sem heimsóttir verða, t.d. St.Martin-in-the-Field í London.
Sturlaugur Jón hefur einnig verið beðinn um að spila einleik með hljómsveitinni. Sturlaugur Jón mun klára burtfarapróf á franskhorn og blásarakennarapróf næsta vor. Ingi Garðar útskrifaðist sem blásarakennari í vor og heldur áfram í Tónsmíðadeild Listaháskólans.
Sturlaugur Jón hefur einnig verið beðinn um að spila einleik með hljómsveitinni. Sturlaugur Jón mun klára burtfarapróf á franskhorn og blásarakennarapróf næsta vor. Ingi Garðar útskrifaðist sem blásarakennari í vor og heldur áfram í Tónsmíðadeild Listaháskólans.