Ungir Sjálfstæðismenn með kröfuspjöld við Aðalhliðið
Heimismenn, ungir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ, voru með kröfuspjöld við aðalhliðið á Keflavíkurflugvelli í hádeginu. Þar hvöttu þeir starfsmenn á flugvellinum sem voru á leið úr vinnu að kjósa Sjálfstæðisflokkinn í komandi alþingiskosningum til að viðhalda starfsöryggi á vellinum og stöðugleika í atvinnulífinu eins og lesa mátti af skiltunum. Fjöldi fólks keyrði fram hjá og hægðu sumir á sér til að láta skoðun sína á þessu uppátæki Sjálfstæðisflokksins í ljós, annaðhvort með þumalfingri upp í loft eða með öðrum fingrabendingum.
Smellið hér til að sjá myndirEftir um 10 mínútna dvöl við afleggjarann til Hafna kom lögreglan á svæðið og bað Heimismenn vinsamlegast um að færa sig lengra frá Aðalhliðinu þar sem herinn taldi þá ógna öryggi sínu. Greinilegt er að herinn hefur ekki skilið spjöldin, eflaust talið þá vera herstöðvarandstæðinga, enda skiltin á íslensku.
Smellið hér til að sjá myndirEftir um 10 mínútna dvöl við afleggjarann til Hafna kom lögreglan á svæðið og bað Heimismenn vinsamlegast um að færa sig lengra frá Aðalhliðinu þar sem herinn taldi þá ógna öryggi sínu. Greinilegt er að herinn hefur ekki skilið spjöldin, eflaust talið þá vera herstöðvarandstæðinga, enda skiltin á íslensku.