Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ungir sjálfstæðismenn fagna sameiningartillögum
Miðvikudagur 13. október 2004 kl. 10:24

Ungir sjálfstæðismenn fagna sameiningartillögum

Heimir, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ, styður tillögur til sameiningar sveitarfélaga á Suðurnesjum. Á stjórnarfundi félagsins þann 12. okt sl. var eftirfarandi ályktun um sameiningartillögur á Suðurnesjum samþykkt:

Heimir, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ, fagnar tillögum sameiningarnefndar Félagsmálaráðuneytisins, um frekari sameiningusveitarfélaga á Suðurnesjum. Sameiningarnefnd bendir á að kostir og gallar
hafa ekki verið skoðaðir til hlítar, sem og að vilji almennings liggi ekkifyrir. Það hefur sannað sig að sameining Keflavíkur, Njarðvíkur og Hafna var mikið gæfuspor fyrir íbúa þessa sveitarfélaga og að sú mikla
uppbygging sem átt hefur sér stað, á sér rætur í styrkleika stærðarinnar.
Komi til sameiningar allra sveitarfélaganna á Suðurnesjum verður til sveitarfélag með um 17 þúsund íbúa og mun það vera með stærstu og öflugustu sveitarfélögum landsins.
Ungir sjálfstæðismenn hvetja sveitarstjórnarmenn á Suðurnesjum til að vinna heilshugar að sameiningartillögunum, með hag almennings að leiðarljósi.

Loftmynd/Oddgeir Karlsson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024