Ungir sem aldnir leika sér í snjónum
Snjónum fagna margir og nota tækifærið til að leika sér í snjónum þegar hann loksins kemur, enda hefur verið fremur sjaldan snjóað á Suðurnesjum síðustu ár. Í Sandgerði voru jafnt ungir sem aldnir sem höfðu tekið fram sín snjóleiktæki. Pabbarnir voru komnir á vélsleða og börnin tóku fram snjóþotur af öllum tegundum.
VF-ljósmynd/JKK: Pabbinn leyfir syninum að fara einn stuttan hring á vélsleðanum.