Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ungir menn síga hjálmlausir af olíutönkum
Fimmtudagur 16. september 2004 kl. 12:23

Ungir menn síga hjálmlausir af olíutönkum

Á dögunum náði íbúi við Sjávargötu í Njarðvík myndum af ungum mönnum síga niður af olíutanki Olís sem stendur við Njarðvíkurhöfn. Höfðu mennirnir farið upp á tankinn og komið þar fyrir reipum. Eins og sést á myndunum létu mennirnir sig síga niður af tankinum án þess að vera með hjálma á höfðinu.
Tankurinn hefur verið innan girðingar um árabil en nú er sú girðing illa farin og auðvelt að komast þar yfir. Í mörgum sveitarfélögum eru olíutankar sem þessir staðsettir og er þess vel gætt að tankarnir og umhverfi þeirra séu ekki notuð sem leiksvæði.

 

Myndir: Eins og sjá má af myndunum er maðurinn sem sígur niður tankinn ekki með hjálm á höfði.

 

 

 

 

 

 


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024