Ungir fjórhjólamenn til ama í Sandgerði
Nokkuð hefur borið á torfæruhjólum á götum Sandgerðisbæjar upp á síðkastið, bæjarbúum til mikillar armæðu. Fréttavefurinn www.245.is greinir frá þessu
og birtir myndband af hjólamönnum spæna upp jarðvegi og valda gróðurskemmdum í bæjarfélaginu. Myndbandið má sjá hér.
Ökumenn hjólanna virðast margir hverja vera réttindalausir að því er fram kemur á 245.is en almenn ökuréttindi þarf til að aka fjórhjólum og bifhjólaréttindi til að aka torfærubifhjóli.
Í fyrrakvöld stöðvaði lögregla 14 ára ökumann á fjórhjóli en hann hafði ekið á ofsahraða um götur bæjarins með lögregluna á hælunum. Meðal annars ók hann á móti umferð og hafði lögreglan loks hendur í hári hans við Suðurgötuna eftir talsvert langa eftirför. 245.is hefur eftir lögreglu að drengurinn hafi stefnt sjálfum sér og öðrum í mikla hættu.
Sjá nánar á www.245.is.
-----
Mynd/245.is – 14 ára ökumaður þessa fjórhjóls stefndi sjálfum sér og öðrum í mikla hættu þegar hann reyndi að stinga lögreglu af á ofsahraða innanbæjar.