Ungfrú Ísland í sumarafleysingum hjá lögreglunni
Svo virðist sem íbúar Reykjanesbæjar geti átt von á að sjá talsvert af Ungfrú Íslandi, Unni Birnu Vilhjálmsdóttur, í sumar en hún mun starfa í sumarafleysingum hjá lögreglunni á Keflavíkurflugvelli.
Stjórnsýsluumdæmi sýslumannsins á Keflavíkurflugvelli miðast við samningssvæði á Reykjanesi, sem varnarsamningur Íslands og Bandaríkjanna tekur til og er í eigu ríkisins. Svæðin eru innan marka fjögurra sveitarfélaga Reykjanesbæjar, Sandgerðis, Grindavíkur og Gerðahrepps að því er kemur fram á vef lögreglunnar.
VF-mynd úr safni
Stjórnsýsluumdæmi sýslumannsins á Keflavíkurflugvelli miðast við samningssvæði á Reykjanesi, sem varnarsamningur Íslands og Bandaríkjanna tekur til og er í eigu ríkisins. Svæðin eru innan marka fjögurra sveitarfélaga Reykjanesbæjar, Sandgerðis, Grindavíkur og Gerðahrepps að því er kemur fram á vef lögreglunnar.
VF-mynd úr safni