Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ungbarnamjólkin reyndist amfetamín
Mánudagur 11. febrúar 2013 kl. 11:33

Ungbarnamjólkin reyndist amfetamín

Tveir karlmenn á fertugsaldri sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar lögreglunnar á Suðurnesjum á smygli á þremur kílóum af amfetamíni til landsins. Tollgæslan stöðvaði för mannanna í Flugstöð Leifs Eiríkssonar vegna gruns um að þeir væru með fíkniefni með sér. Sú reyndist raunin því annar þeirra, sem kom til landsins í byrjun síðasta mánaðar var með tvö kíló af amfetamíni í farangrinum. Þeim hafði hafði verið komið fyrir í dósum undan barnamjólkurdufti. Hinn, sem kom til landsins 29. janúar var með eitt kíló af amfetamíni, sem var í niðursuðudósum undan matvælum.

Mennirnir, sem báðir eru pólskir ríkisborgarar, komu frá Varsjá. Gæsluvarðhald yfir þeim rennur út næstkomandi miðvikudag og mun lögreglustjórinn á Suðurnesjum leggja fram kröfu um framlengingu.

Einn aðili var handtekinn vegna fyrra málsins, en látinn laus að loknum yfirheyrslum. Málið er enn í rannsókn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024