Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mánudagur 22. apríl 2002 kl. 15:02

Ung stúlka hjólaði á akandi bifreið í Vogum

6 ára stúlka sem var að hjóla niður Stapaveg í Vogum missti stjórn á hjóli sínu með þeim afleiðingum að hún lenti á hlið bifreiðar sem var á ferð niður Stapaveginn á laugardagskvöld. Stúlkan slapp ómeidd eftir áreksturinn en bifreiðin skemmdist lítillega.Þá var tveimur stúlkum vísað útaf skemmtistað í Reykjanesbæ á laugardagskvöld, en þær voru báðar undir lögaldri og voru lítilsháttar undir áhrifum áfengis. Það var útideild Reykjanesbæjar sem gekk um skemmtistaði ásamt lögreglu um helgina og var stíft eftirlit með aldurstakmörkunum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024