Ung-og smábarnavernd flyst í endurbætt húsnæði
Endurbætt húsnæði ung-og smábarnaverndar var formlega opnað þann 9. maí síðastliðinn.
Við opnun deildarinnar afhenti Lionsklúbbur Keflavíkur deildinni sjónvarp og DVD-spilara og einn súrefnismettunarmæli til slysa-og bráðamóttökunnar. Við sama tækifæri afhentu Lionessuklúbbur Keflavíkur ung-og smábarnaverndinni tvo leðurstóla og einn leðursófa sem hugsaðir eru til þæginda fyrir mæður sem þurfa að leggja börnin sín á brjóst. Einnig afhenti Lionessuklúbbur Keflavíkur Ljósmæðravaktinni fósturdoppler sem er notaður við hlustun á hjartslætti fósturs í meðgöngu og í fæðingu og tvo súrefnismettunarmæla til slysa-og bráðamóttökunnar. Fasteignir ríkissjóðs, ásamt umsjónarmanni fasteigna á HSS, sáu um breytingar á húsnæðinu.
Starfsfólk deildanna þakkar klúbbunum innilega fyrir þessar gjafir sem koma sér afar vel fyrir starfsemina.