Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ung kona truflar störf lögreglu og annar sparkaði í lögreglumann
Laugardagur 4. nóvember 2006 kl. 13:14

Ung kona truflar störf lögreglu og annar sparkaði í lögreglumann

Skömmu fyrir klukkan fjögur í nótt voru lögreglumenn við störf inni á veitingastað vegna verkefna sem komu þar upp. Ung kona virtist ósátt við störf lögreglu og truflaði þá við vinnu sína. Hugðust lögreglumenn færa konuna út til frekari viðræðna. Einn gestur staðarins var mjög ósáttur við þær aðgerðir og sparkaði í aftanvert læri lögreglumanns. Var maðurinn handtekinn og vistaður í fangahúsi. Lögreglumanninn sakaði ekki.
 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024