Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Miðvikudagur 16. febrúar 2000 kl. 16:10

Ung hárgreiðslukona í Keflavík sigraði í hárgreiðslukeppni Intercoiffure

Helga Margrét Sigurbjörnsdóttir, hárgreiðslukona á Elegans í Keflavík sigraði í viðurekenndri hárgreiðslukeppni sem alþjóðleg samtök hárgreiðslufólks, Intercoiffure, stóðu fyrir hér á landi og fór fram á Sólon Islandus í Reykjavík í vikunni. „Þetta var auðvitað æðislegt. Ég setti markið hátt og ætlaði mér að ná góðum árangri og það tókst“, sagði Helga Margrét. Verðlaunin eru ekki af lakari endanum því fyrir sigurinn fær hún þátttökurétt á stórri alþjóðlegri hárgreiðslusýningu á heimsþingi Intercoiffure í Berlín í september síðar á þessu ári. „Aðalatriði í þessari keppni var heildarútlit módelsins, það er hárgreiðsla, förðun og fatnaður en það er undir hverjum keppanda komið hvernig þetta er sett saman“, sagði Helga Margrét en hún starfar á hárgreiðslustofunni Elegans í Keflavík og lauk námi fyrir rúmu ári síðan. Módel Helgu Margrétar var Heiða Birna Guðjónsdóttir en um förðun hennar sá Guðbjörg Skjaldardóttir á Gallery förðun en fatnaðurinn kom frá Mangó. Þátttakendur komu frá fjórtán hárgreiðslustofum víðs vegar á landinu en flestar úr Reykjavík. Intercoiffure eru viðurkennd alþjóða samtök í hárgreiðslu og því er þessi árangur Helgu Margrétar mikil viðurkenning fyrir hana.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024