Undri með tvær nýjar vörur
Nú eru flestir meðvitaðir um umhverfismál. Mörg heimili og fyrirtæki endurvinna og sjá til þess að efnin sem notuð eru til hreingerninga séu umhverfisvæn. Með þessari auknu umhverfisvitund hefur verið leitað leiða til að minnka skaðleg áhrif fyrirtækja á umhverfið. Á markaðinn eru komnar nýjar tegundir af efni sem er vistvænt og stenst kröfur Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) um hraða niðurbrots í náttúrunni.
Um er að ræða efnin Undra garðahreinsi annars vegar sem er fjölnota hreinsiefni ætlað í garðinn. Hann má nota til að þrífa flest það sem finna má í garðinum eins og á garðpalla, garðhúsgöng, heita potta og svo má lengi telja. Hins vegar má nefna Undra blettahreinsi sem er ætlaður til að fjarlægja bletti úr fötum, dúkum og öðru taui. Undra blettahreinsirinn er nýr á markaðnum en hefur reynst ótrúlega vel.
Undri er framleiddur úr innlendum mör, sem er vannýtt aukaafurð í matvælaiðnaði.
Undri er örþeyta sem inniheldur efni unnin úr tólg, blandað sápu og vatni. Undri inniheldur ekki efni sem geta verið skaðleg fyrir náttúruna.
Undri er efni sem þróað var með það í huga að nýta fitu sem félli til í matvælaiðnaði til að gera hreinsiefni sem nýtast mætti í iðnaði almennt til að hreinsa olíu og tjöru. Það tókst með ágætum og er það nú víða notað til þvotta í iðnaði, við tjöruþrif á bifreiðum og einnig sem penslasápa fyrir olíumálningarpensla.
Undri brotnar auðveldlega niður í náttúrunni. Gerlar éta 90% af Undra á 45 dögum. Eftir 90 daga hafa þeir étið hann allan og er Undri þá aftur kominn í eðlilega hringrás náttúrunnar.
Undri er fyrsta iðnaðarhreinsiefnið á Íslandi sem hlýtur Svaninn sem er vottun Norræna Umhverfismerkisins. Um er að ræða strangasta umhverfismerki í heimunum sem eru endurskoðaðar á fimm ára fresti.