Undirskriftir afhentar í dag - 9200 skráðir
Undirskriftalistinn um flýtingu Reykjanesbrautar verður afhentur samgönguráðherra í dag.Rúmlega 9200 manns hafa skráð sig á listann. Starfshópur með Steinþór Jónsson hótelstjóra Hótels Keflavíkur mun hitta Sturlu Böðvarsson samgönguráðherra í dag kl. 3 þar sem farið verður yfir borgarafundinn í Stapa á dögunum og undirskriftalistinn afhentur.