Bilakjarninn
Bilakjarninn

Fréttir

Undirskriftasöfnun vegna Reykjanesbrautar gengur vel
Laugardagur 5. júní 2004 kl. 01:34

Undirskriftasöfnun vegna Reykjanesbrautar gengur vel

Undirskriftarsöfnun vegna tvöföldunar Reykjanesbrautar, sem fótboltakrakkar frá Sandgerði og Garði hafa staðið fyrir undanfarið, hefur tekið góðan kipp að undanförnu og hafa margir lagt sitt af mörkum til að þrýsta á um aðgerðir í þessu hjartans máli Suðurnesjamanna og fjölmargra annarra.

Að lokinni söfnun munu krakkarnir, sem eru í 3. flokki Reynis/Víðis, hlaupa með áskorunina alla leið til Hafnarfjarðar þar sem hún verður afhent fulltrúa ríkisstjórnarinnar. Þeir sem vilja sýna málefninu stuðning geta smellt hér og skráð sig á undirskriftarlistann.

Eins og hefur komið fram áður eru krakkarnir, með hlaupinu, einnig að safna áheitum til styrktar keppnisferð sem þau leggja í til Gautaborgar í júlí.
Þau standa að auki fyrir margvíslegri fjáröflun og geta þeir sem áhuga hafa hringt í númerið 902-5050 og munu 300 kr. þá vera gjaldfærðar af símreikningi viðkomandi og renna í ferðasjóðinn.

Áheitahlaupið fer af stað kl. 8 að morgni laugardagsins 12. júní og verður hlaupið frá hringtorginu við Mánagrund alla leið til Hafnarfjarðar þar sem fulltrúi ríkisstjórnarinnar fær listann afhentann.

Bílakjarninn
Bílakjarninn