Undirskriftasöfnun til stuðningi Ásmundar
Undirskriftasöfnun er farin í gang á netinu, til stuðnings Ásmundi Jóhannssyni, sjómanni. Guðsteinn Haukur Barkarson hefur sett saman undirskriftarlista sem hann ætlar að afhenda stjórnvöldum.
Ásmundur sótti miðin og veiddi án kvóta. Hann hvorki á né leigði kvóta og hafði því ekki heimild til að veiða og selja fisk.
Landhelgisgæslan vísaði Ásmundi í land seinni partinn í gær.
Mjög skiptar skoðanir eru meðal fólks um aðgerðir Ásmundar.
Ásmundur ætlar lengra með málið hann telur að brotið hafi verið á sér með kvótakerfinu.