Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Undirskriftasöfnun gengur vel
Mánudagur 5. nóvember 2007 kl. 00:53

Undirskriftasöfnun gengur vel

Nú lætur nærri að á sjötta þúsund manns hafi ritað nafn sitt á áskorun til allra sveitarstjórnarmanna á Reykjanesi um að leitað verði allra leiða til að tryggja að, orkuöflun og sala á vatni og rafmagni verði ekki færð i meirihlutaeign einkaaðila, og að tryggt verði að orkuöflun sala, og dreifing á rafmagni verði til frambúðar verkefni Hitaveitu Suðurnesja og að HS verði í meirihlutaeign sveitarfélaganna. Undirskriftalistar hafa legið frammi víða á Suðurnesjum, auk þess sem gengið hefur verið á milli manna með lista. Undirskriftalistar sem rúma 7000 nöfn eru nú í umferð.

Hannes Friðriksson, upphafsmaður þess að safna undirskriftum, segir að 97% þeirra sem leitað sé til skrifi á listann. Um helgina voru einnig vel á annað þúsund einstaklingar búnir að skrifa sig á listann með því að fara inn á vefslóðina: http://www.askorun2007.is/

Þar sem mikið hefur verið að gera hjá Hannesi síðustu daga við undirskriftasöfnun ákvað hann að „klóna“ sjálfan sig og kallaði því Odd bróðir sinn til leiks frá Kárahnjúkum. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd, sem tekin var síðdegis í gær, sunnudag, þá er svipur með þeim bræðrum og því óhætt að segja að Hannes hafi verið í tvíriti við undirskritasöfnunina.

VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson: Hannes og Oddur Friðrikssynir með undirskriftalista á ferð sinni um Reykjanesbæ í gær.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024