Undirskriftasöfnun gegn mannréttindabroti
Á annað hundrað manns hafa skrifað undir stuðningsyfirlýsingu við Ásmund Jóhannsson gegn kvótakerfinu. Í stuðningsyfirlýsingunnir segir: "Íslensk stjórnvöld höfðu skuldbundið sig til að hlíta úrskurði Mannréttindanefndar í stað þess að gera það brjóta þau mannréttindi á öldnum sjómanni.“
Þeir sem skrifa nafn sitt undir listann telja að verið sé að brjóta á Ásmundi Jóhannssyn. Hann þarf að kaupa eða leygja kvóta til að geta stundað sjómennsku. Ásmundur hefur gerst brotlegur við landslög og bíður nú eftir kæru. Það fylgjast margir með framvindu þessa máls og ekki síst þeir sjómenn sem þurftu að fara í land þegar kvótakerfið var sett á.