Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Undirskriftalistar afhentir heilbrigðisráðherra
Fimmtudagur 15. apríl 2004 kl. 20:54

Undirskriftalistar afhentir heilbrigðisráðherra

Heilbrigðisráðherra voru afhentar undirskriftalistar með nöfnum 2.200 einstaklinga á Suðurnesjum sem krefjast að sjúkir aldraðir verði vistaðir í D-álmu Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Ráðherra voru afhentir listarnir á sambandsfundi sveitarfélaga á Suðurnesjum sem haldinn var í dag um stöðu heilbrigðismála á Suðurnesjum.
Undirskriftarlistarnir eru stílaðir á kjörna fulltrúa í sveitarstjórnum á Suðurnesjum og alþingismenn en þar segir meðal annars að undirritaðir mótmæli harðlega síendurteknum nauðungarflutningum sjúkra aldraðra af Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Í skjalinu er því haldið fram að 70 aldraðir séu á biðlistum eftir vistun á hjúkrunar- eða sjúkrastofnunum á Suðurnesjum. Með undirskriftarlistunum er þess krafist að kjörnir fulltrúar í sveitarstjórnum og á alþingi grípi fram fyrir hendur þeirra sem stjórna málum á HSS og tryggi að D-álman þjóni því hlutverki sem henni hefur verið ætlað.

Myndin: Hreinn Óskarsson félagi í félagi eldri borgara á Suðurnesjum afhendir Jóni Kristjánssyni heilbrigðisráðherra undirskriftalistana. VF-ljósmynd/Jóhannes Kr. Kristjánsson.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024