Undirritun fyrstu leigusamningana á Varnarsvæðinu
-áætlað að fjölga íbúðum til útleigu-
Fyrstu íbúarnir á gamla Varnarsvæðinu komu í morgun til undirritunar leigusamninga um íbúðir sínar fyrir næsta vetur. Undirritun leigusamninga fer fram í dag og á morgun en alls er áætlað að um 700 manns muni búa, nema og starfa á svæðinu frá ágústlokum. Flestir íbúanna eru nemendur við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík en rúmlega 100 nemendur munu stunda nám sitt á Vellinum við nýja Frumgreinadeild Keilis sem hefur starfsemi í haust.
Umsóknir bárust um allar þær 300 íbúðir sem til úleigu voru í þessum áfanga en gert er ráð fyrir að hægt verði að bæta við allt að 50 íbúðum sem nú eru lausar til umsóknar. Innifalið í hagstæðu leiguverði eru strætisvangasamgöngur við háskóla á Reykjavíkursvæðinu, rafmagn, hiti og nettenging. Allar upplýsingar um íbúðirnar er að finna á www.keilir.net.
Nýr leikskóli og grunnskóli munu þjóna íbúum svæðisins en þar verður einnig starfrækt íþróttamiðstöð, verslun, veitingastaður og kaffihús.
Íbúðir á Vellinum eru til sýnis í dag fyrir væntanlega leigjendur.
Mynd: Kamilla Guðmundsdóttir, leigjandi og Hrafnhildur Valdimarsdóttir, verkefnisstjóri hjá Keili, undirrituðu í morgun fyrsta leigusamninginn um nemendaíbúð á Keflavíkurflugvelli.